Arna Rún semur við Grand Valley University

Arna Rún Kristjánsdóttir, ungur og efnilegur kylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar, samdi á dögunum við háskóla í bandaríska háskólagolfinu en hún gengur til liðs við Grand Valley State University haustið 2018.

Arna Rún útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands núna í vor og heldur til Bandaríkjanna seinni part ágústs mánaðar.

Þetta er frábært tækifæri fyrir Örnu Rún til þess að æfa golfið við bestu mögulega aðstæður og sameina í leiðinni golf og nám. 

Nú þegar spila nokkrir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu en meðal þeirra sem hefja háskólaferil sinn næsta haust eru auk Örnu þau Fannar Ingi Steingrímsson, Tumi Hrafn Kúld, Saga Traustadóttir og Hlynur Bergsson.

Sjá einnig:

Saga Traustadóttir skrifar undir hjá Colorado State
Tumi Hrafn semur við Western California háskólann

Ísak Jasonarson
isak@vf.is