Andrea Ýr og Dagbjartur Íslandsmeistarar í holukeppni 15-16 ára

Lokadagur Íslandsmóts unglinga í holukeppni fór fram í dag á Húsatólftavelli í Grindavík. Í flokki 15-16 ára var mikil spenna, jafnt í stúlkna- og strákaflokki.

Í stúlknaflokki var það Akureyringurinn Andrea Ýr Ásmundsdóttir sem fór með sigur af hólmi. Hún hafði betur gegn Huldu Clöru Gestsdóttur úr GKG í úrslitaleiknum, 1/0. Andrea hafði betur gegn Ásdísi Valtýsdóttur í undanúrslitunum en Ásdís endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur í leiknum um þriðja sætið.

15-16 ára telpur:

1. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
3. Ásdís Valtýsdóttir, GR
4. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR

Í strákaflokki varð Dagbjartur Sigurbrandsson Íslandsmeistari í holukeppni. Hann hafði betur gegn Andra Má Guðmundssyni í úrslitaleiknum á 15. holu, 4/3. Í leiknum um þriðja sætið var mikil spenna og fór leikurinn alla leið á 18. holu. Þar hafði Tómas Eiríksson Hjaltested að lokum betur, 1/0.

15-16 ára drengir:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2. Andri Már Guðmundsson, GM
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
4. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV.


Verðlaunahafar í strákaflokki. Mynd: seth@golf.is

Ísak Jasonarson
isak@vf.is