Alvarlegt flugslys á TPC Scottsdale

Flugvél hrapaði á TPC Scottsdale golfvöllinn í Arizona á mánudaginn með þeim afleiðingum að allir sex farþegar vélarinnar misstu lífið.

Flugvélin hafði einungis verið í loftinu í stuttan tíma þar sem flogið var frá Scottsdale flugvellinum.

TPC Scottsdale golfvöllurinn hefur verið hluti af PGA mótaröðinni í nokkur ár en þar fer Waste Management Phoenix Open mótið fram.


Mikill eldur blossaði upp í flugslysinu hræðilega.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is