Alls fengu þrír kylfingar atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, varð í gær fyrst allra kylfinga Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður úr kosningu Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Hörpu.

Ólafía var ein þriggja kylfinga sem hlutu atkvæði í kjörinu sem undirstrikar góðan árangur íslenskra kylfinga á liðnu tímabili.

Valdís Þóra Jónsdóttir, sem leikið hefur á Evrópumótaröðinni í golfi, endaði í 9. sæti í kjöri Íþróttamanns ársins með 72 stig.

Auk þeirra Ólafíu og Valdísar komst Birgir Leifur Hafþórsson einnig á blað en hann varð 14. í kjörinu með 17 stig. Birgir Leifur sigraði á móti á Áskorendamótaröðinni í sumar og varð fyrsti íslenski kylfingurinn til að sigra á jafn sterkri mótaröð. Hér fyrir neðan má sjá stig þeirra sem komu til greina sem Íþróttamenn ársins 2017.

Stigalistinn í kjöri Íþróttamanns ársins 2017:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf 422 
Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna 379
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 344
Aníta Hinriksdóttir, frjálsar íþróttir 172
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 125
Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti 94
Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna 88
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 76
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf 72
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra 47
Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar íþróttir 41
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar 37
Alfreð Finnbogason, knattspyrna 18
Birgir Leifur Hafþórsson, golf 17
Martin Hermannsson, körfubolti 16
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar 15
Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar 4
Snorri Einarsson, skíðaíþróttir 2
Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna 1
Dagný Brynjarsdóttir, knattspyrna 1

Ísak Jasonarson
isak@vf.is