Áhorfendamet slegið um helgina á PGA mótaröðinni

Waste Management Phoenix Open mótið, sem lauk á sunnudaginn, er eflaust hvað þekktast fyrir ótrúlegan fjölda af fólki sem mætir til þess að horfa á. Undanfarin ár hefur nýtt áhorfendamet fallið og var engin breyting á því í ár.

Samtals komu rétt rúmlega 719 þúsund manns að horfa á mótið og var nýtt dagsmet sett þrjá af sjö dögum mótsins.

Tölurnar eru allar að sjá hér að neðan.

Að sjálfsögðu var það 16. holan sem laðaði að flesta áhorfendur, en stúkur eru allt í kringum holuna. Nú þar sem mótshaldarar hafa náð að brjóta 700 þúsund manna múrin er spurning hvað sé næst. 1 milljón manns? Aðeins tíminn mun leiða það í ljós.