Áhorfandi lést á Opna bandaríska meistarmótinu

Samkvæmt upplýsingum frá USGA, lét 94 ára gamall áhorfandi lífið á meðan hann fyldist með öðrum hring á Opna bandaríska meistaramótinu, sem fram fór í gær. 

Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni var sjúkralið kallað að áhorfendapöllunum við flötina á 6. holunni. Maðurinn, sem sagður er vera frá Wisconsin í Bandaríkjunum, var ekki með púls og andaði ekki. Hann var svo úrskurðaður látinn eftir að hafa verið fluttur í sjúkrabíl. 

Lögreglan hefur gefið það út að allt bendi til þess að maðurinn hafi látist af náttúrulegum orsökum.