Aftur þurfti að fresta í Singapúr

SMBC Singapore Open mótið fer fram nú um helgina, en mótið er hluti af asísku mótaröðinni. Sergio Garcia og Louis Oosthuizen er þeir kylfingar sem eru hvað þekktastir sem eru á meðal keppenda. Ekki náðist að klára þriðja hringinn í nótt vegna veðurs og var þetta annar dagurinn í röð sem fresta þurfti leik vegna veðurs.

Garcia er á meðal efstu manna, en hann náði aðeins að ljúka við níu holur á þriðja hringnum. Hann er samtals á sjö höggum undir pari, tveimur höggum á eftir efsta manni.

Það er Danthai Boonma og Chapchai Nirat sem eru efstir á samtals níu höggum undir pari. Boonma náði að ljúka við 15 holur og er á fimm höggum undir pari á þeim. Á meðan náði Nirat aðeins að ljúka við níu holur og er hann á tveimur höggum undir pari.

Þriðji hringurinn verður kláraður í nótt og hefst svo fjórða hringurinn í framhaldinu af því. Hérna má svo sjá stöðuna í mótinu.


Chapchai Nirat er jafn í efsta sæti.