41 ár frá fyrsta sigri Ballesteros á Evrópumótaröðinni

Fyrir 41 ári stóð hinn 19 ára gamli Seve Ballesteros uppi sem sigurvegari á KLM Open mótinu sem er einmitt mót helgarinnar á Evrópumótaröðinni.

Ballesteros lék þá hringina fjóra á 13 höggum undir pari og sigraði með 8 högga mun. Hann átti svo eftir að bæta við sig 49 titlum á Evrópumótaröðinni á frábærum ferli.

KLM Open hefst á fimmtudaginn og á heimamaðurinn Joost Luiten titil að verja í mótinu. Margir af bestu kylfingum mótaraðarinnar eru skráðir til leiks.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is