20 kylfingar tryggðu sér sæti á LPGA mótaröðinni á næsta ári

Lokaúrtökumót LPGA mótaraðarinnar fór fram dagana 27. nóvember – 3. desember. Alls börðust 165 kylfingar um 20 laus sæti á mótaröð þeirra bestu og var baráttan hörð.

Georgia Hall var ein þeirra sem komst áfram í gegnum lokaúrtökumótið en hún er í efsta sæti stigalistans á LET Evrópumótaröðinni og hefur átt frábæru gengi að fagna á þessu ári.

Hér að neðan má sjá þá kylfinga sem komust áfram.

1. Nasa Hataoka, 18, Japan
2. Tiffany Chan, 24, Hong Kong
3. Paula Reto, 27, Bloemfontein, Suður-Afríka
4. Rebecca Artis, 28, Ástralía
5. Luna Sobron Galmes, 23, Spánn
5. Robynn Ree, 20, Bandaríkin
7. Amelia Lewis, 26, Bandaríkin
7. Lauren Coughlin, 25, Bandaríkin
7. Georgia Hall, 21, England
10. Kassidy Teare, 23, Bandaríkin
10. Marissa Steen, 27, Bandaríkin
10. Caroline Inglis, 23, Bandaríkin
13. Gemma Dryburgh, 24, Skotland
13. Laetitia Beck, 25, Ísrael
13. Cindy LaCrosse, 30, Bandaríkin
16. Brianna Do, 27, Bandaríkin
16. Celine Harbin, 35, Frakkland
16. Daniela Holmqvist, 29, Bandaríkin
16. Jessy Tang, 28, Bandaríkin
20. Maria Torres, 22, Bandaríkin

Ísak Jasonarson
isak@vf.is