16 af 23 bestu kylfingum heims skráðir til leiks í mótið hjá Woods

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods mun halda sitt árlega mót, Hero World Challenge, á Bahamas í lok nóvember seinna á þessu ári.

Líkt og svo oft áður er keppendahópur mótsins einstaklega sterkur og eru nú þegar 16 af 23 efstu kylfingum heimslistans búnir að staðfesta þátttöku sína.

Eini kylfingurinn í topp-5 á heimslistanum sem ekki hefur staðfest þátttöku sína er Brooks Koepka.

Woods er sjálfur einn af bestu kylfingum heims í dag en hann situr í 13. sæti, ofar en sex keppendur mótsins. Það er breyting frá síðustu tveimur árum þar sem hann hefur verið lang neðstur á heimslistanum af keppendahóp mótsins.

Þessir kylfingar verða pottþétt með í mótinu dagana 29. nóvember - 2. desember: 

Justin Rose (1)
Dustin Johnson (3)
Justin Thomas (4)
Bryson DeChambeau (5)
Jon Rahm (8)
Rickie Fowler (9)
Tommy Fleetwood (10)
Jason Day (11)
Xander Schauffele (12)
Tiger Woods (13)
Tony Finau (15)
Bubba Watson (16)
Patrick Reed (17)
Webb Simpson (20)
Alex Noren (21)
Hideki Matsuyama (23)

Ísak Jasonarson
isak@vf.is