10 bestu höggin frá BMW meistaramótinu

PGA mótaröðin mætir til leiks aftur í dag þegar að BMW meistaramótið hefst. Mótið er þriðja mótið af fjórum lokamótum FedEx bikarsins og er leikið á Conway Farms vellinum í Illinois fylki í Bandaríkjunum. 

Mótið hefur verið hluti af lokahnykknum á PGA mótaröðinni frá upphafi FedEx bikarsins, árið 2007, og þá hefur mótið tvisvar áður verið leikið á Conway Farms vellinum. 

Ýmislegt hefur á dagana drifið þau 10 ár sem mótið hefur veirð leikið. Aðeins 50 efstu á FedEx listanum fá að leika í mótinu. Því ætti fólk að kannast við ansi marga af þeim sem eiga 10 bestu högg síðustu 10 ára á mótinu. PGA tók saman myndband með öllum höggunum og er hægt að sjá það hér að neðan.